Tilgangurinn með sjóðnum

Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag.
Verndari Vildarbarna

Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Fjármögnun
Sjóður Vildarbarna hefur að mestu verið fjármagnaður með þrenns konar hætti:
1
Með stofnframlagi Icelandair og með rausnarlegum stuðningi Sigurðar Helgasonar og Peggy Helgasonar.
2
Með framlögum frá Saga Club félögum í formi Vildarpunkta. Einnig er hægt að leggja inn á bankareikning Vildarbarnasjóðsins.
3
Með kortagreiðslu eða með afgangsmynt sem hægt er að koma áleiðis til áhafnar á meðan á flugi stendur.
Framlög fyrirtækja

Fjölmörg fyrirtækið hafa stutt sjóð Vildarbarna Icelandair í gegnum tíðina með rausnarlegum framlögum. Vildarbörn, stofnendur sjóðsins og stjórn Vildarbarna vilja koma á framfæri þakklæti sínu fyrir örlæti þessara fyrirtækja. Hvert framlag hefur áhrif og styrkir sjóðinn í starfi sínu.
Val á umsóknum

Fjöldi umsókna sem berst Vildarbörnum ár hvert skipta hundruðum. Fagnefnd Vildarbarna vegur og metur allar umsóknir af kostgæfni, enda stórt verkefni og í mörg horn að líta. Stjórn Vildarbarna óskar þess að umsækjendur hafi fullan skilning á því að styrkveitingar takmarkast við fjárupphæð sjóðsins. Sjóðurinn starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
Stjórn Vildarbarna
Sigurður Helgason
Formaður sjóðsins
Fyrrverandi forstjóri Icelandair
Peggy Oliver Helgason
Iðjuþjálfi
Ásgeir Haraldsson
Prófessor í barnalækningum
Yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins
Anna Ólafía Sigurðardóttir
Sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala
og klínískur dósent við HÍ
Dóra Elín Atladóttir
Forstöðumaður Vildarbarna
Icelandair
Tómas Ingason
Framkvæmdarstjóri þjónustu-,
tekju- og markaðsviðs Icelandair
Björk Unnarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
á Landspítala
Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir
Yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna HH
Fagnefnd Vildarbarna
Sigurður Helgason
Formaður sjóðsins
Fyrrverandi forstjóri Icelandair
Peggy Oliver Helgason
Iðjuþjálfi
Ásgeir Haraldsson
Prófessor í barnalækningum
Yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins
Anna Ólafía Sigurðardóttir
Sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala
og klínískur dósent við HÍ
Björk Unnarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
á Landspítala
Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir
Yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna HH
Dóra Elín Atladóttir
Forstöðumaður Vildarbarna
Icelandair
