Tilgangurinn með sjóðnum

Ferðasjóður Vildarbarna var stofnaður árið 2003 með það að markmiði að styðja við langveik börn sem búa við sérstakar aðstæður. Úthlutanir eru tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag.
Verndari Vildarbarna

Verndari sjóðsins er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Framlög fyrirtækja

Fjölmörg fyrirtækið hafa stutt sjóð Vildarbarna Icelandair í gegnum tíðina með rausnarlegum framlögum. Vildarbörn, stofnendur sjóðsins og stjórn Vildarbarna vilja koma á framfæri þakklæti sínu fyrir örlæti þessara fyrirtækja. Hvert framlag hefur áhrif og styrkir sjóðinn í starfi sínu.
Val á umsóknum

Fjöldi umsókna sem berst Vildarbörnum ár hvert skipta hundruðum. Fagnefnd Vildarbarna vegur og metur allar umsóknir af kostgæfni, enda stórt verkefni og í mörg horn að líta. Stjórn Vildarbarna óskar þess að umsækjendur hafi fullan skilning á því að styrkveitingar takmarkast við fjárupphæð sjóðsins. Sjóðurinn starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
