28. október 2023
Fimmtán börnum og fjölskyldum þeirra var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag. Alls hafa um 740 fjölskyldur notið stuðnings úr sjóðnum og yfir 3.500 manns ferðast á vegum hans. Sjóðurinn er nú á sínu 20. starfsári og úthlutunin er sú 36. í röðinni.
Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við erfið skilyrði, og fjölskyldum þeirra, tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. Í hverjum styrk felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur – flug, gisting, dagpeningar og aðgangseyrir að sérstökum viðburði sem barnið óskar sér.
Við athöfnina söng Flugfreyjukór Icelandair nokkur lög við undirleik Magnúsar Kjartanssonar. Meðan á afhendingu styrkjanna stóð yfir fengu börnin veglega gjöf sem innihélt meðal annars bíómiða frá Sambíóunum.
Sjóðurinn óskar Vildarbörnum til hamingju með styrkinn og vonar að börnin og fjölskyldur þeirra eigi eftir að njóta góðra tíma saman á ferðalaginu.